Töfraskinna

86 Völuspá og Tolkien Völuspá er fornt kvæði sem varðveittist á skinnhandritum. Ljóðmælandi er völva, eða spákona, sem annað hvort segir Óðni frá gangi heimsins eða segir okkur mönnunum frá í gegnumÓðin. Í kvæðinu er sköpun heimsins rakin, sagt er frá helstu goðmögnum og verum, því er lýst hvernig heimurinn muni enda og hvernig líf muni fæðast á ný. John Ronald Reuel Tolkien — eða J. R. R. Tolkien — er höfundur Hobbitans og þríleiksins Hringadróttinssögu , sem segir frá hobbitum, dvergum, álfum og mönnumíMiðgarði. Áður enyfir lýkur verðaþessar ólíkuþjóðir að standa saman gegn upprisu hins illa og svikula Saurons og orkaherja hans. Heimsmyndin sem Tolkien bjó til er umfangsmikil og eftir hann liggur feikimikið efni, útgefið og óútgefið, um tilurð heimsmyndarinnar, goðsagnir hennar og um bakgrunn alls þess sem á sér stað í Miðgarði og víðar. Tolkien var einn helsti frumkvöðull furðusagnabókmennta og margir höfundar hafa sótt innblástur í sögur hans. Sjálfur var Tolkien undir áhrifum frá goðsögum og þjóðsögum fyrri tíma, þar á meðal norrænni goðafræði. Dvergatalið úr Völuspá sýnir það glöggt: Nýi og Niði, Norðri og Suðri, Austri og Vestri, Alþjófur, Dvalinn, Bívör, Bávör, Bömbur, Nóri, Án og Ánar, Ái, Mjöðvitnir. Veigur og Gandálfur, Vindálfur, Þráinn, Þekkur og Þorinn, Þrár, Vitur og Litur, Nár og Nýráður, nú hefi eg dverga, Reginn og Ráðsviður rétt um talda. Fíli, Kíli, Fundinn, Náli, Hefti, Víli, Hannar, Svíur, Frár, Hornbori, Frægur og Lóni, Aurvangur, Jari, Eikinskjaldi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=