Töfraskinna

85 Örlítil bragfræði Bragarháttur Fenrisúlfs kallast sonnetta, ljóðform sem varð til á Ítalíu á 13. öld. Ljóðið er ort á hefðbundinn átt, sem þýðir að það fer eftir settum reglum. Til dæmis má þar finna stuðla og höfuðstafi, sem stjórna áherslum í ljóðinu og kallast einu nafni ljóðstafir. Stuðull er fyrsti stafur eða fyrsta hljóð í orði og kallast á við annan stuðul í sömu ljóðlínu og líka á við höfuðstafinn í byrjun næstu línu á eftir. Ljóðstafir geta bæði verið samhljóðar og sérhljóðar. 1. Ljóðið er ort á hefðbundinn hátt og það kallast sonnetta. Hjálpist að við að finna alla stuðla, höfuðstafi, innrím og endarím í ljóðinu. 2. Lestu ljóðið í hljóði. Skrifaðu niður eitt orð sem þér finnst lýsa tilfinningunni í ljóðinu. Æfðu þig svo að lesa upp ljóðið samkvæmt þessu orði. Það er: ógnandi, ef þér finnst ljóðið vera ógnvænlegt; spennuþrungið, ef þér finnst spenna ríkjandi í ljóðinu; yfirvegað, ef þér finnst það eiga við, og svo framvegis. Lestu ljóðið upp fyrir bekkinn. 3. Lesið hvert erindi vel og vandlega, jafnvel tvisvar sinnum. Ræðið saman um efni ljóðsins. Hvað er höfundurinn að segja með ljóðinu? Hvernig myndir birtast í erindunum? Hvernig stuttmynd mynduð þið gera úr ljóðinu? Í léttum tón eða drungalegum? Reynið að sjá fyrir ykkur atriði úr myndinni og lýsið í stuttu máli, munnlega eða skriflega. Staldraðu við …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=