Töfraskinna

84 Fenrir Fenrir eða Fenrisúlfur er afkvæmi ássins Loka og tröllskessunnar Angurboðu. Goðin ólu Fenri upp þangað til hann varð svo stór og hættulegur að þau ákváðu að fjötra hann. Eftir að úlfurinn hafði slitið af sér fjötrana Læðing og Dróma tókst loks að fjötra hann með Gleipni. En til að það mætti verða fórnaði Týr hægri hönd sinni í gin úlfsins. Fenrir liggur nú í fjötrum með sverð spennt milli gómana. Þannig mun hann liggja allt til ragnaraka en þá mun honum takast að slíta sig lausan og gleypa Óðin áður en Víðar nær að drepa hann. Fenrisúlfur Enn að nýju úlfsins heita gin opið. Skín í vargsins rauða kok. Bíður þar til þráðum vopnadyn þoka nær hin spáðu endalok. Man er Gleipnir sjálfur sundur brast. Sér að hvergi er fundinn annar nýr. Bíður enginn fjötur nógu fast felldur mun á þetta grimma dýr. Hvessir tönn við tönn og hvílist rór teygir limu, spennir mjúkan háls stígur hringa, stæltur, léttur, mjór uns þýtur hann fram og svelgir sólar hvel. Sest að völdum, ræður ein og frjáls systir hans jarðarbyggð, hin bláa Hel. Hannes Pétursson

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=