Töfraskinna

83 1. Lestu aftur þriðja hluta smásögunnar „Veiðigyðjan.“ Lestu síðan yfir textann um myndasöguhandrit, þar á eftir myndasöguhandritið og skoðaðu myndasöguna. Fylgstu með því hvernig sagan færist frá einum miðli til annars. 2. Hver finnst þér munurinn vera á myndasögunni og smásögunni sjálfri? Hvað er hægt að gera með myndasögu sem ekki er hægt að gera í textanum og svo öfugt, hvað er hægt að gera með textanum sem ekki er hægt að sýna í myndsögunni? 3. Finndu stutt brot úr skáldsögu eða smásögu að eigin vali. a) Skrifaðu hjá þér hverjar persónurnar eru, hver atburðarásin er, og skrifaðu niður hugmyndir að því hvernig þú vilt aðlaga sögubrotið í handrit og að myndasögu. b) Skrifaðu myndasöguhandritið með upprunalegu söguna til hliðsjónar. Farðu yfir textann, lagfærðu hann og endurskrifaðu. c) Settu upp ramma fyrir myndasögu, annaðhvort með reglustiku og blaði eða í teikniforriti. Teiknaðu svo atburðarás handritsins eftir bestu getu, ramma fyrir ramma. Skrifaðu samtöl í talblöðrur. Persónurnar mega allt eins vera spýtukarlar en reyndu að fara eins vel og þú getur eftir handriti þínu. Staldraðu við …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=