Töfraskinna

80 Myndasöguhandrit Nokkur munur er á kvikmyndahandritum og myndasöguhandritum, bæði í uppsetningu og ritun. Í staðinn fyrir að rætt sé um atriði og senur eins og í kvikmyndumer rætt umsíður og ramma. Ímyndasöguhandriti er lögðáhersla á hvað sést á hverri blaðsíðu og hvað sést í hverjum ramma, hvað persónur segja með talblöðrum og hvað stendur í myndatexta. Rammaröðunin hefst á einum (1) á hverri nýrri síðu. Þegar nýjar persónur eru kynntar til sögunnar erunöfnþeirra skrifuðmeðhástöfum(SKAÐI, BALDUR,ÓÐINN).Hástafirnir eiga einnig við þegar einhver tekur til máls. Þetta er allt saman gert svo að myndasöguteiknarinn geti fylgt handritinu vel eftir, til dæmis að hann geti gert sér grein fyrir því í hvaða röð rammarnir birtast, hvaða persónur eru mikilvægar og hverjar þeirra taka til máls. Hér sjáum við hvernig broti úr smásögunni „Veiðigyðjunni“ er breytt í myndasöguhandrit, og hvernig handritið verður að myndasögu. Í höndum teiknarans er handritið og frásögnin túlkuð á myndrænan hátt. Taktu eftir því að það semSkaði segir sem sögumaður í smásögunni er sett hér í myndatexta en ekki í beina ræðu (talblöðru). Það er gert vegna þess að hún segir það ekki upphátt, heldur hugsar það. Þegar saga er færð frá einu formi í annað er sagt að hún sé aðlöguð. Hér er hluti af smásögunni aðlagaður að myndasöguforminu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=