Töfraskinna

79 1. Hægt er að æfa sig í að skrifa handrit með því að skrifa upp atriði úr kvikmynd. Veldu kvikmynd, finndu stutt viðburðaríkt atriði og skrifaðu það upp í handritsformi. 2. Notið leiðbeiningarnar hér fyrir framan og skrifið stutt atriði fyrir ykkar eigin kvikmynd. Ef til vill getið þið leikið atriðið og tekið það upp. 3. Lesið brotið úr handriti Astrópíu vel yfir. Þegar Beta, Scat, Goggi, Hildur og Dagur spila hlutverkaspilið eru þau með karakter sheet , þau færast upp um level og fá talent punkta. Vinnið saman í hópum og finnið allar enskusletturnar í atriðinu. Skrifið þær niður og reynið að finna íslensk orð sem nota má í staðinn. Berið niðurstöður hópanna saman. Ef þið viljið getið þið valið bestu orðin úr listunum og búið til einn sameiginlegan lista. 4. Í handritinu eru leiðbeiningar á ensku, svo sem CUT TO:, CUT BACK TO:, (MORE), (CONT’D), EXT., INT., (V. O.) og svo framvegis. Hvað haldið þið að þetta þýði? Er betra að hafa svona leiðbeiningar á ensku en íslensku? Hvers vegna, eða hvers vegna ekki? 5. Skoðaðu hvernig skipt er á milli raunveruleikans og ævintýraheimsins í handritinu. Ef þú ættir að gera það öðruvísi, hvernig gætir þú farið að því? Staldraðu við … Vissir þú að …? Sletta er orð eða orðasamband sem hefur borist yfir í daglegt mál frá öðru tungumáli en hefur ekki aðlagast öllum reglum íslenskunnar. Það mætti segja að sletta sé mitt á milli tveggja tungumála. Stundum haldast slettur í tungumálinu (t.d. bíó) en algengt er að þær falli úr daglegu tali með hverri nýrri kynslóð. Dæmi um slettur myndaðar úr ensku: ókei, feika, næs, djók, læka, mæk. Hvað þýða þessar slettur og hvaða íslensku orð getum við notað í staðinn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=