Töfraskinna

75 Astrópía Kvikmyndin Astrópía fjallar umHildi sem lifir áhyggjulausu lífi en missir allt þegar kærasti hennar er settur í fangelsi fyrir fjársvik. Hún neyðist til að leita sér að vinnu og er að lokum ráðin í Astrópíu, búð sem selur spil, myndasögur og allt sem tengist fantasíum og vísindaskáldskap. Smám saman dregst hún inn í undraheim nördanna og áður en hún veit af er hún komin inn í hlutverkaspilahóp. Hildur hefur aldrei áður spilað hlutverkaspil, þar sem sameinað ímyndunarafl spilaranna drífur ævintýrið áfram. Hún er þó fljót að ná tökunum á því og verður fullgildur þátttakandi í ævintýrunum. Hér fáum við að gægjast bakvið tjöldin og sjáum brot úr upprunalega kvikmyndahandritinu. Hildur er sest við borðið en hefur ekki hugmynd um hvað spilararnir eru að tala um… 70 HEIMILI DAGS - STOFA - KVÖLD 70 Beta, Scat, Goggi, Hildur og Dagur sitja við borðstofuborðið. Allir nema Hildur eru iðnir við að skrifa á blöð og fletta upp í bókum. Hildur reynir að fylgjast með samræðum þeirra. GOGGI Ókei, ég vona að allir séu með Karakter sheetin? BETA Hvað fengum við mörg XP fyrir síðasta ævintýri? SCAT Þúsund. Og ég er enn á 5. leveli - gaman að segja frá því. Ég á ekki eftir að fá góðan galdur fyrr en eftir þrjú level! BETA Ég hækka um level, kasta upp á health. DAGUR Ég ætla að kaupa nýjan skill Goggi. Acrobatics. Lokaútgáfa kvikmynda­ handrita er í sérstöku letri, 12 punkta Courier New, sem má finna í flestum textavinnslu­ forritum. Atriðin eru númeruð. Það er gert svo að samvinnan sé markviss, t.d. milli leikara og leikstjóra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=