Töfraskinna

74 Við yfirskrift á hverju atriði er skrifað hvort það gerist úti eða inni, hvar það gerist og á hvaða tíma sólarhringsins. Til dæmis: INNI SKÓLASTOFA —— DAGUR Fyrir neðan yfirskriftina getur komið nánari lýsing. Til dæmis: Bekkurinn er niðursokkinn í vinnu og kennarinn gengur á milli borða og aðstoðar. Athafnir greina frá því sem gerist. Til dæmis: Anton stekkur upp úr sætinu og bendir skjálfandi í átt að glugganum. Ræða, er það sem er sagt. Til dæmis: LÍSA Það er eitthvað þarna ... KENNARINN Hvað gengur á? (daufur SKELLUR) Hvaða læti eru þetta? Það er venja að skrifa hljóð með hástöfum, eins og sjá má í dæminu hér fyrir ofan. Skrifaðu atriðið, lestu það yfir og skrifaðu það svo aftur. Og aftur. Því meiri vinna sem lögð er í handritið, því meiri líkur eru á því að verkið verði gott.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=