Töfraskinna

73 Nokkur góð ráð fyrir handritshöfunda: Áður en sjálf handritaskrifin hefjast getur verið gott að skrifa niður hugmyndir og velta fyrir sér spurningum eins og „hvað á að gerast?“ „hver/hvað lætur það gerast?“ Leiktu hvert atriði í huganum og reyndu að sjá atburðarásina fyrir þér. Hvað gæti gert hana skemmtilegri/meira spennandi/ óhugnanlegri og svo framvegis. Skrifaðu hvert atriði í stikkorðum, áður en þú skrifar það allt. Til dæmis: ৶ ৶ Skólastofa ৶ ৶ Kyrrð ৶ ৶ Truflun, skellur á glugga ৶ ৶ Anton sprettur upp ৶ ৶ Lísa sér ৶ ৶ Kennari skammast ৶ ৶ Uppvakningur reynir að komast inn ৶ ৶ Tekst næstum ৶ ৶ Uppnám ৶ ৶ Kennarinn trúir ekki ৶ ৶ Skelfing Flest handrit eru hæfileg blanda af ræðum (því sem fólk eða verur segja) og athöfnum (því sem fólk eða verur gera).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=