Töfraskinna

71 4. Skaði er af jötnaættum en í sögunni segist hún vera hálfjötunn. Móður hennar er ekki getið í neinum varðveittum heimildum. a) Hver ætli móðirin sé? Er hún mennsk eða af einhverjum öðrum kynþætti? Skrifaðu persónulýsingu á henni og veittu henni stutta bakgrunnssögu. b) Hvernig sérðu jötnana fyrir þér? Voru þeir ófríðir og klunnalegir eins og risar eða tröll, eða voru þeir einfaldlega annað guðakyn sem átti í sífelldum erjum við æsina? Kannski mitt á milli? Skrifaðu stutta lýsingu á jötni eða teiknaðu mynd. 5. Frelsið sem fylgir veiðum í skógum og fjöllum er veiðigyðjunni kærast. Hún afsalar sér auði og hærri tign meðal guðanna til þess að geta ferðast frjáls um fjöllin í Þrymheimi. Ef þið væruð forrík og gætuð gert allt nema það sem er ykkur kærast, mynduð þið gefa frá ykkur auðinn til þess að fá frelsi til að gera það? Rökstyðjið svarið ykkar í stuttu máli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=