Töfraskinna
70 1. Í upphafi sögunnar veitir Skaði „vetrarsöng trjánna“ eftirtekt og lýsir honum en tré geta ekki sungið, heldur er átt við brak og bresti greinanna undan snjóþunganum. Í listgreinum hefur náttúrufyrirbrigðum verið lýst á ýmsa vegu til að vekja upp hughrif og skapa stemningu, til dæmis með því að veita fyrirbrigðunum eiginleika mannfólks. Slíkt myndmál flokkast undir persónugervingar. Búðu til persónugervingar með því að lýsa náttúrufyrirbrigðum með gjörðum mannfólks. Dæmi: Stráin dönsuðu við vindinn. 2. Önnur leið til að búa til myndmál er að líkja mannfólki við náttúrufyrirbrigði. Sú leið flokkast undir samlíkingar . a) Skrifaðu þrjár samlíkingar, þar sem útliti eða gjörðum manneskju er líkt við fyrirbrigði í náttúrunni. Dæmi: Ólafur þagði eins og steinn. b) Þegar Njörður slær Skaða gullhamra gerir hann það með tveimur samlíkingum. Finndu þær í textanum og útskýrðu merkingu þeirra, hvernig hann lýsir útliti veiðigyðjunnar með líkingunum. c) Í síðasta hluta sögunnar finnst veiðigyðjunni andlitsdrættir Njarðar minna á „bylgjaðan sand í grynningum“. Hvað þýðir það? Hvað sérðu fyrir þér? Hvers vegna ætli hún noti þessi samlíkingu? 3. Jötunninn Þjassi, faðir veiðigyðjunnar, er hamskiptingur; hann getur breytt sér í örn. a) Munið þið eftir fleiri hamskiptingum í bókmenntum, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tölvuleikjum eða öðrum miðlum? Finnið að minnsta kosti dæmi um tvo aðra hamskiptinga. Í hvernig dýr breyttu viðkomandi sér? b) Ef þið væruð hamskiptingar, hvernig dýr mynduð þið vilja breyta ykkur í og af hverju? Staldraðu við …
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=