Töfraskinna
69 Vissir þú að …? Ásynjan Iðunn varðveitir og annast yngingareplin sem goðin borða þegar þau eldast og verða í kjölfarið ung á ný. Þekkt saga úr brunni norrænna goðsagna segir frá því þegar Iðunni og eplunum er rænt. Stór og mikill örn lofar Loka og Hæni að hann skuli hjálpa þeim að steikja bráð sem þeir höfðu veitt gegn því að fá hluta af henni? En örninn hrifsar til sín allt kjötið. Loki reiðist og ber til hans með stöng. Örninn grípur um stöngina, dregur Loka eftir jörðinni, hefur hann á loft og neitar að sleppa honum nema að hann sjái til þess að Iðunn og eplin verði innan seilingar, svo hann geti rænt henni. Örninn er í raun jötunninn Þjassi en afleiðingar ránsins sjáum við í smásögunni „Veiðigyðjunni“. Þar er upprunalega goðsagan sögð út frá sjónarhorni Skaða, dóttur jötunsins.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=