Töfraskinna
68 mig, ég finn að samtalinu fer brátt að ljúka. „En því miður hefur mér reynst erfitt að líta á þau sem mín börn, stjúpmóðurhlutverkið var og er mér ekki auðvelt. Þetta snýst heldur ekki um þau. Þau þurfa að sinna sínum skyldum, ég þarf að sinna mínum — þér virðist erfitt að skilja það. Ég þarf að veiða á mínum forsendum, þannig miðla ég guðlegum eiginleikum mínum til Miðgarðs.“ „Er … er engin leið að fá þig til að vera um kyrrt?“ „Nei.“ Ég legg hönd á vanga hans. „Þú þrífst við sjó, ég í fjöllum. Bæði viljum við okkar frelsi, en á ólíkan hátt. Við höfum reynt að láta þetta ganga upp en ég held að nú sé komið að leiðarlokum.“ „Er þetta þá útrætt?“ Njörður snýr sér að arninum. Vonbrigðin sýna sig á útiteknu enninu. „Ertu farin til fjalla?“ „Það er fyrir bestu.“ Ég tek skjöld niður af veggnum og klæði mig í leðurbrynjuna sem dvergarnir smíðuðu. Við skiljum í góðu. Ég kveð þjónustufólkið og geng í fullum herklæðum út í rigninguna, með boga og örvamæli á bakinu. * * * * Eftir að ég flutti aftur heim til fjallanna í Þrymheimi hef ég aftur fundið ögrun og áskorun í veiðunum. Færni mín eykst hægt og bítandi frá degi til dags. Því meiri hróður sem fer af mér í Miðgarði og því fleiri í mannaheimi sem tilbiðja mig, þeim mun leiknari verð ég og færni minni miðla ég til baka. Ég ber ábyrgð sem veiðigyðja, sinni skyldum mínum og ég geri það á mínum forsendum, frjáls undan áhrifum ása og vana. Ég sleit hjónabandinu, kastaði frá mér auði og hárri tign meðal guðanna. Í staðinn endurheimti ég skóginn, fjöllin og veiðina. Það er allt sem ég þarf. Frelsið gerir mig að sannri veiðigyðju.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=