Töfraskinna

67 þar sem þú reynir að græða, eins og þú eigir ekki nóg fyrir. Þótt þú komir færandi hendi sýnir það ekki að þér sé umhugað um mig. Þú þekkir mig ekki. Eftir öll þessi ár ættirðu að vita að mér er sama um gull og gjafir. Ég þarf áskoranir en veiðilendurnar á sléttunum hér í kring fela í sér enga áskorun, enga ögrun, og því rækta ég ekki hæfileika mína sem skyldi. Ég vil skóga og fjöll, ég vil fagna þegar örin hittir í mark eftir langan og strangan eltingaleik. Ég þarf að sinna guðlegu hlutverki mínu og svara kalli þeirra sem tilbiðja mig og blóta. Ég er veiðigyðja!“ Njörður reisir höfuðið snöggt svo að sultardropi skvettist af nefbroddinum. Nýr dropi myndast fljótt. „Viltu þá ekki sigla aftur með mér, Skaði, og veiða þar sem við komum í höfn?“ Hann reynir að malda í móinn og lítur blíðlega á mig. Það drýpur af skegginu og andlitsdrættirnir minna á bylgjaðan sand í grynningum. „Ef mig rekur rétt í minni fannst þér það ánægjulegt og skipverjunum líkar vel við þig.“ Hann skýtur augunum að glugganum og pírir þau, rétt eins og hann gerir þegar hann veltir fyrir sér veðri og vindum fyrir siglingu. Njörður hefur nokkrum sinnum áður reynt að koma til móts við mig. Eitt sinn reyndum við að skipta dvölinni niður: níu nætur í Nóatúni, níu nætur í Þrymheimi. En eftir aðeins fáeina mánuði gafst hann upp á því og ég gaf eftir — en það geri ég ekki aftur. Líkt og hann þrífst aðeins nálægt sjó, þrífst ég aðeins nálægt fjöllum. „Í fyrstu skiptin var ágætt að sigla með þér,“ viðurkenni ég. „En með tímanum varð ég lítið annað en eiginkona þín. Hlutverk mitt var að brosa, vera blíð og auka hróður þinn. Hér á bæ finnst mér ég vera lítið annað en húsfreyja og grasekkja sem kann til veiða, síbíðandi við gluggana, horfandi yfir hafið eða slétturnar. Enginn skógur, engar fjallshlíðar, engin fylling. Aðeins bið. Ég get það ekki lengur.“ „Hvað með Frey minn og Freyju?“ spyr hann. „Þú gætir farið til þeirra. Ég er viss um að Freyja tæki glöð á móti þér á Fólkvangi. Þar eru skógivaxnar hlíðar.“ „Þau hafa komið vel fram við mig, svo sannarlega.“ Ró færist yfir Orðabókaleit: Hvað merkja undirstrikuðu orðin í textanum? Andlitsdrættir, grasekkja.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=