Töfraskinna
66 fagurt fótapar. Stæltir kálfarnir bera af, tærnar eru vel snyrtar og hárin upp að hné eru dökk en fíngerð. Það er engin ástæða til að velta þessu meira fyrir sér. „Þennan kýs ég. Fátt mun ljótt á Baldri!“ Ég bý mig undir að falla í faðm Baldurs, en fram fyrir tjaldið stígur allt annar guð. Það er vanurinn Njörður sem á þessa fallegu fótleggi, hinn mikli sæfari og kaupmaður. Langt skegg hans er eins og þari og augun sægræn. Sjávarguðinn Njörður tekur í hönd mína, slær mér gullhamra, segir hár mitt vera sem bárur í fjöruborði og rjóða vangana sem sólroða við sjóndeildarhring. Ég yggli mig. „Við gefum ykkar saman hér og nú!“ Alfaðirinn Óðinn réttir úr sér og þylur upp brúðkaupskvæði. Ég vildi hinn fagra Baldur. Njörður er eflaust ágætur vanur, hann er auðugur, ég hef heyrt að hann eigi mikinn bústað við sjóinn sem kallast Nóatún og hann virðist ætla sér að verða góður eiginmaður. En verð ég góð eiginkona? Að veisluhöldunum loknum fylgi ég Nirði út úr forgarði Valhallar. Ég er orðin að veiðigyðju og á svipstundu mikils metin meðal ása og vana. Efasemdirnar bæli ég niður jafnóðum. IV. Frelsið endurheimt Ég hef fengið meira en nóg. Njörður er nýkominn úr langri sjóferð en ég gef honum ekki færi á að víkja sér undan og segist vilja ræða við hann strax. „Þú gerir ekki annað en að sigla,“ segi ég ákveðin. „Og þegar þú ert ekki úti á rúmsjó talarðu ekki um annað en siglingar og kaupmennsku.“ „Ég verð að gera það,“ mótmælir Njörður, fórnar höndum og færir sig nær arninum. „Það er í eðli mínu, það er skylda mín.“ „Hvað um mínar skyldur?“ Mér er farið að hitna í hamsi. „Stundum ertu í burtu marga mánuði í senn, einhvers staðar í fjarlægum borgum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=