Töfraskinna

65 Loki og geitin togast á uns hluti geitarskeggsins rifnar frá húðinni. Bragðarefurinn steypist aftur á bak og lendir við fætur mér. Geitin hleypur skelkuð á brott. Þögn slær á hópinn. Æsir og ásynjur horfa stóreygð á okkur Loka, bíða eftir viðbrögðum mínum. Ég horfi á hann liggjandi á jörðinni, þar sem hann losar varlega um bandið í klofinu. Fiðringur fer um mig, gáski gerir vart við sig í búknum, ég ræð ekki við hann, tárast, reyni að halda aftur af brosinu en að endingu rek ég upp skellihlátur. Ég hlæ frá mér alla sorg. Með hlátrinum vígist ég að fullu inn í raðir ása og vana. * * * * Næst á dagskrá er makavalið. Frá því að veisluhöldin hófust hef ég haft augastað á Baldri. Sögusagnir um hversu föngulegur hann er komast ekki í hálfkvisti við að sjá hann í eigin persónu. Tignarlegt fasið, blá augun, ljóst hárið og góðleg nærveran heilla mig samstundis. Ég hugsa mér gott til glóðarinnar en þá tilkynnir Óðinn að ég skuli velja mér mann út frá fótafegurð. Það sagði hann ekki fyrr í dag. Jæja þá. „Ókvæntir jafnt sem kvæntir stíga bak við tjald,“ segir hann. „Ef þú velur kvæntan verður núverandi maki að víkja. Og sjálfur skal ég leggja hjónaband mitt að veði. Sérðu nú, Skaði, hversu örlát við erum?“ Tveir dvergar draga inn í lautina vínrautt tjald sem hangir í langri slá. Æsir og vanir ýmist afklæðast buxum eða bretta skálmar upp að hné. Út undan mér sé ég Nönnu Nepsdóttur, eiginkonu Baldurs, krossleggja hendur og hrista höfuðið. Mér er sagt að líta undan meðan þeir koma sér fyrir bak við tjaldið. „Opnaðu nú augun!“ kallar Óðinn. Við fald tjaldsins sé ég fjölmarga fætur; þykka, mjóa, loðna, slétta, hvíta, brúna. Ásynjur veltast um af hlátri. Ég stend upp og skoða fæturna betur. Fyrir miðju kem ég auga á Orðabókaleit: Hvað merkja undirstrikuðu orðin og orðasamböndin í textanum? Að narra, að gella, að fyrrast við, föngulegur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=