Töfraskinna
63 veggnum og líta forviða á Þór og niður á mig til skiptis. Óðinn ræðir við þá í hálfum hljóðum. Ég bíð átekta. Það er tekið að hvessa. Hvinur strjálla trjáþyrpinganna á ökrunum í kring minna á heimahagana. Ég ætti að ferðast um víðáttur fjallanna í stað þess að standa í þessari hefndarför. Óðinn ræskir sig. „Skaði, þú ættir að ganga í raðir okkar. Á ferðum mínum um Jötunheim og heimahéraðið þitt, Þrymheim, hef ég séð þig að störfum. Og hrafnarnir staðfesta það sem ég segi: hæfileikar þínir eru miklir og gætu nýst ásum sem vönum, þú gætir kennt okkur og við getum miðlað okkar þekkingu til þín í staðinn. Við bjóðum þér að vera tekin í guðatölu, þú verður vígð sem veiðigyðja, verður ein af okkur. Þar að auki, sem sárabót fyrir dauða föðurins, máttu taka þér hvern þann eiginmann hér sem þig lystir.“ Ég er agndofa. Veit ekki hvað skal segja. Hvílíkt hrós, hvílíkt boð. Ég hef verið einstæð allt mitt líf, ein með skóginum, fjöllunum og bráðinni. Er kominn tími á breytingar? Getur dauði föður míns opnað nýja leið fyrir mig? Með því að ræna Iðunni og æskueplunum vanvirti hann sig og mig. Get ég gift mig inn í raðir ása og vana, endurheimt þannig heiðurinn og komist í ofanálag til vegsemdar og virðingar? „Það fellst ég á,“ segi ég að lokum og kem sjálfri mér á óvart. Hliðið opnast og ég geng inn í forgarð Valhallar. Æsir og ásynjur taka mér fagnandi, bjóða mig velkomna, og meira að segja Þór biður mig að fyrirgefa sér. Þá fyrirgefningu get ég ekki veitt. Vopnum mínum og verjum er komið fyrir á feldi í fremur stórri laut og mér boðið besta sæti við langborðið. Eitt af öðru setjast æsir og ásynjur niður. Í einni svipan hafa hátíðahöld hafist mér til heiðurs! Mér eru færðar gjafir, hinn hagyrti Bragi yrkir kvæði um mig, veiðigyðjuna, dvergar taka af mér mál fyrir nýja brynju og álfar sömuleiðis fyrir klæði. En mér er ekki skemmt. Mér stekkur ekki bros á vör. Iðunn kastar á mig kveðju og segir að faðir minn hafi ekki gert sér
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=