Töfraskinna

62 varnarveggnum. Vegna rísandi sólar og skinsins frá þaki Valhallar greini ég aðeins útlínur skuggavera. Ég píri augun og sé betur: Á veggnum fyrir ofan hliðið stendur Óðinn, kuflklæddur með tvo hrafna svífandi yfir höfði sér. Við hlið hans stendur sonur hans, þrumuguðinn Þór, með hamarinn fræga, rauðskeggjaður og rauðþrútinn í framan — að öllum líkindum vegna öldrykkju. Einnig birtist ásynjan Frigg; hennar hátign spök og íhugul á svip. „Þið myrtuð Þjassa föður minn!“ Ég ota spjótinu að þeim. „Hann var lurkum laminn og höfuðið brotið. Skilinn eftir úti í skógi til að rotna. Hverjir bera ábyrgð á því? Ég skora hvern þann á hólm sem var með í för! Opnið hliðið undir eins! Mætið mér!“ Óðinn lítur vonsvikinn á son sinn. „Gastu ekki farið snyrtilega að þessu? Ég bað þig að aflífa hann eftir að við náðum honum niður. Það þýðir ekki að þú hafir átt að merja bókstaflega úr honum líftóruna. Geturðu aldrei sýnt neinu virðingu?“ Þrumuguðinn fussar og ypptir öxlum. „Á ég núna að sýna jötnum virðingu?“ Hann hikstar. „Þjassi rændi Iðunni og eplunum, við vorum farin að eldast, hann ógnaði lífi okkar allra! Ekki ætlarðu að taka málstað dóttur hans fram yfir okkar?“ Heyrði ég rétt? Rændi faðir minn æskueplunum af ásunum? Óðinn snýr sér aftur að mér. „Skaði, styður þú gjörðir föður þíns? Ert þú ef til vill samsek?“ „Ég … ég hafði ekki hugmynd um það.“ Ég má ekki láta á mér bilbug finna, verð að standa keik. „Faðir minn átti það til að gera ýmislegt vafasamt, ég veit það, en aldrei datt mér í hug að hann skyldi ganga svo langt að ræna ykkur yngingunni. Það breytir því ekki að mér rennur blóðið til skyldunnar. Ég þarf að skora Þór á hólm fyrir að hafa vanvirt föður minn. Hann getur notað Mjölni ef honum þóknast og verður það eflaust minn banabiti en heiður mun ég öðlast fyrir vikið, heiður fyrir mig og föður minn.“ Röddin deyr út á virkisveggnum. Fleiri æsir hafa birst uppi á Orðabókaleit: Hvað merkja undirstrikuðu orðin og orðasamböndin í textanum? Að skora á hólm, að láta (ekki) bilbug á sér finna, að standa keikur, að renna blóðið til skyldunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=