Töfraskinna
61 milli fjala, faðir minn er illa lemstraður og höfuðið á honum brotið. Sviðnaðir vængirnir hylja hluta af ólögulegum líkamanum. Hann hefur greinilega reynt að breyta sér aftur í jötun en ekki tekist það. Ég held aftur af grátnum og hunsa ferðaþreytuna, gnísti heldur tönnum og leita ummerkja. Eftir skamma leit finn ég fáein gullin eplafræ og gyllt hálsmen í vasa hans. Menið sýnir lífstréð, Ask Yggdrasils. Aðeins æsir og ásynjur eiga svona gersemar. „Ég mun hefna, það sver ég,“ segi ég milli samanbitinna tanna. „Ég mun granda hverjum þeim sem ber ábyrgð á þessu.“ Að jötnasið legg ég bál að vagninum og leyfi föður mínum að brenna ofan í jörð. Að svo búnu arka ég að nærliggjandi þorpi, sel feldi og skinn sem ég hef fláð af veiðibráðum á ferðalaginu og nota gróðann upp í kaup á fleiri vopnum og verjum. Ég brynja mig ryðgaðri brjóstplötu og set á mig axlarhlífar og hjálm. Ásamt boganum vopnast ég spjóti og skildi. Ofríki ása hefur gengið of langt. Þótt Þjassi faðir minn hafi gert eitthvað á þeirra hlut geta æsir ekki drepið þá sem þeim lystir, án dóms og laga. Þótt þeir séu guðir og ráði lögum og lofum ættu þeir líka að geta sýnt vald sitt með miskunn. En það gera þeir ekki og því svara ég í sömu mynt. III. Í Ásgarði Mér er meinaður aðgangur að Valhöll. Ég styð mig við spjótið, bíð og reyni að leyna því hversu uppgefin ég er. Ég kasta mæðinni og þegar ég virði fyrir mér dýrð Ásgarðs og mikilfengleika Valhallar, gullið þakið sem gnæfir yfir varnarveggnum, læðist að mér efi. Hvað er ég að gera? Ætla ég að bjóða guðum byrginn? Já, hvers vegna ekki? Ríkidæmi þeirra og völd eru fengin á kostnað annarra, á kostnað jötna til að mynda. Þó að ég sé aðeins hálfjötunn get ég samsamað mig þeim. Jötnar eru hamslausir en þeir eiga sinn tilverurétt, þeir eru mikilvægur hluti heimsmyndarinnar, nauðsynlegir því jafnvægi sem heldur lífstrénu saman. „Hvað viltu hér, veiðikona?“ spyr voldug rödd uppi á Orðabókaleit: Hvað merkja undirstrikuðu orðin og orðasamböndin í textanum? Hraðbyri, að vilja einhvern feigan, að hunsa, að leita ummerkja, að arka, að flá, að ráða lögum og lofum, að svara í sömu mynt, kasta mæðinni, að gnæfa yfir, að bjóða byrginn, að samsama.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=