Töfraskinna
60 Hirtinum verður hverft við, hann stekkur á brott. Ég lít í kringum mig, sé smádýrin í trjánum koma úr fylgsnum sínum. Þau horfa á mig. „Var þetta faðir minn?“ spyr ég upphátt. Dýrin segja ekkert. Fleiri skrækir óma í dalnum og þeir fara hækkandi. Ég sperri eyrun, heyri vængjaþyt fyrir ofan mig og lít upp. Yfir trjátoppunum flýgur valur á ógnarhraða, hann hækkar flugið og stefnir hraðbyri út úr dalnum. Hvað er þetta sem hann rígheldur um með klónum? Er það hneta? Hvers vegna liggur honum svona á? Eftir skamma stund greini ég þyngri vængjaþyt berast úr sömu átt. Þann þyt þekki ég. Faðir minn, skrækjandi og öskrandi, þýtur á eftir valnum. Ég kalla til arnarins en hann virðir mig að vettugi. Augnaráðið boðar ekki gott; hann vill valinn feigan. Í morgun nefndi faðir minn Ásgarð. Á hann sem sagt í útistöðum við æsina? Ofsinn í eltingaleiknum gefur aðeins eitt til kynna: Þetta á ekki eftir að enda vel. Ég verð að stöðva föður minn, verð að koma fyrir hann vitinu. Ég elti örninn þar til ég missi sjónar á honum og tek þá stefnuna rakleiðis á Ásgarð. Ég ferðast hratt yfir, veiði mér til matar á leiðinni og ann mér ekki hvíldar fyrr en ég hef uppi á honum. * * * * Eftir langa ferð finn ég hann. Hálfur í hamnum liggur hann í forugum vagni undir tré skammt utan vegar við landamæri Ásgarðs. Blóðið vætlar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=