Töfraskinna

55 1. Hvernig heldur þú að húðflúrin hans Helga hafi litið út? Teiknaðu Helga og tattúin hans. 2. Segja tattúin hans Helga eitthvað um hann? Hvernig lífi ætli hann hafi lifað? Hvernig persóna ætli hann hafi verið? Staldraðu við … Helgi tattú Um leið og hann lést lifnuðu þau við pardusdýr, hauskúpur, verur og vafningar Sætustu dagar sárustu nætur sýnd hægt á horuðum handleggjunum Gerður Kristný Vissir þú að …? Húðflúr af ýmsu tagi hafa fylgt manninum í mörg þúsund ár. Mannamyndir sem Evrópufólk tálgaði 6000 árum fyrir Krist benda til þess að það hafi teiknað myndir á andlit sín og líkama. Fornleifafræðingar sem rannsaka Egyptaland hið forna telja að konur af ákveðnum stéttum, sennilega kvenprestar og dansarar, hafi borið húðflúr. Múmían Amunet er þekktasta húðflúraða múmían sem fundist hefur. Hún er frá því um það bil 2000 árum fyrir Krist. Líklega hefur hún verið kvenprestur í hofi Haþor, æðstu gyðju þess tíma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=