Töfraskinna

54 líkt og þegar maður fleytir kerlingar á tjörn. Þar sem skrefin voru risavaxin var hann horfinn yfir sjóndeildarhringinn á örskotsstundu. Það eina sem eftir lifði var fjarlægur gnýr og reiðilegt urrið í Elvis. Stúlkurnar stóðu grafkyrrar. Í Sabrínu barðist óttinn við aðra tilfinningu sem erfiðara var að viðurkenna – skömm. Frú Grimm hafði verið að segja sannleikann allan tímann og Sabrína hafði neitað að hlusta. Hún hafði látið eins og asni við gömlu konuna og fengi kannski aldrei tækifæri til að biðjast afsökunar. Hún ætlaði að hugga systur sína en Dagný vatt sér undan. Hún hljóp til að ná í það sem hafði dottið úr bílnum. Það var taska frú Grimm. „Hún var að segja satt og þú ert búin að vera ömurleg við hana, heldurðu enn að hún sé klikkuð?“ sagði Dagný fokill. „Ég held ekki að hún sé klikkuð,“ svaraði Sabrína en Dagný var þegar lögð af stað niður götuna. „Hvert ertu að fara?“ „Ég ætla að bjarga fjölskyldunni okkar,“ svaraði litla stúlkan án þess að hægja á sér. 1. Lýsið risanum, haldið ykkur við staðreyndirnar úr textanum en veljið ykkur sjónarhorn: a) Hlutlaust. Lýsið risanum án þess að leggja dóm á hann á nokkurn hátt. b) Með viðbjóði. Lýsið risanum eins og hann sé það viðbjóðslegasta sem þið hafið augum litið. c) Með velþóknun. Lýsið risanum eins og hann sé það fallegasta sem þið hafið séð. d) Undrandi. Lýsið risanum eins og hann sé það furðulegasta og merkilegasta sem þið hafið rekist á. e) Eitthvert annað sjónarhorn sem ykkur dettur í hug. 2. Teiknið mynd af risanum. Staldraðu við …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=