Töfraskinna

53 til hún sá hausinn á risanum og óskaði þess að hún hefði ekki gert það. Graftarkýli á stærð við marenstertur stungust út úr feitri húðinni. Brotið nef hlykkjaðist eftir andlitinu, annað augað var hvítt og steindautt en hitt var hulið svefnstírum. Hár á þykkt við trjáboli stakkst út úr nasaborunum og hékk yfir munnfylli af brotnum, skökkum, grænum og gulum tönnum. Hann klæddist feldum af risavöxnum dýrum og bar höfuðið á risastóru bjarndýri sem hjálm. Beittar vígtennur bjarnarins hjuggust inn í sköllótt höfuðið, við það að gata á honum heilann. Stígvélin voru líka úr dýrafeldum og nokkrir óheppnir græðlingar voru flæktir í reimarnar. Risinn lyfti bílnum upp að ógeðslegu andlitinu og kíkti inn eins og barn sem rannsakar leikfang. Með lausu hendinni boraði hann í nefið. „Hvar er Englendingurinn?“ baulaði hann. „Af hverju er hann að fela sig?“ Sabrína gat ekki séð hvað var í gangi inni í bílnum þar sem hann var kominn tugi metra upp í loftið. Hún velti fyrir sér hvort frú Grimm og Úlfar væru yfir höfuð enn á lífi. Þetta var allt svo hræðilegt að stelpurnar tóku varla eftir því að eitthvað datt úr bílnum og lenti með skelli við fætur þeirra. „Þú getur ekki falið þig fyrir mér, Englendingur!“ öskraði risinn, lyfti risastórum fætinum og trampaði svo harkalega á fjallakofanum að hann flattist út eins og pönnukaka. Spýtnabrak og grjót hentist í allar áttir svo stelpurnar sluppu naumlega. Sabrína og Dagný gripu andann á lofti. Þrjótarnir þrír, Toni, Stebbi og Böddi, höfðu verið þarna inni. Það var ekki möguleiki að þeir hefðu náð að flýja. Risinn leit niður á eyðilegginguna og hló geðveikislega. Hann tróð bílnum ofan í fitugan skyrtuvasa, lyfti gríðarstórum fæti og gekk í burtu með leifarnar af fjallakofanum undir skósólunum. Jörðin hristist og skókst og bylgja gekk yfir landið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=