Töfraskinna
52 Grimmsystur: Ævintýraspæjarar – Michael Buckley Systurnar Sabrína og Dagný Grimm hafa þvælst á milli fósturfjölskyldna og munaðarleysingjahælisinsmánuðumsaman, allt fráþví foreldrar þeirrahurfu sporlaust. Nú eru þær komnar til ömmu sinnar, sem trúir því að ævintýri séu raunveruleg, aðMjallhvít kenni í barnaskólanumogmeira segja að skelfilegir risar klifri niður baunagrös og valdi usla. En nú er Sabrína búin að fá meira en nóg. Þetta getur ekki verið satt. Er það nokkuð? Grimmsystur 4. kafli „Er eitthvað að koma? Hvað þýðir það eiginlega? Ég er búin að fá nóg af þessum sögum þínum,“ öskraði Sabrína. „Þú ert bara að reyna að hræða okkur og láta systur mína fá martraðir svo að við verðum of hræddar til að fara frá ykkur.“ Það var eins og þessi litli jarðskjálfti hefði losað um eitthvað inni í Sabrínu, reiðina og pirringinn yfir að vera yfirgefin, þvæling milli fósturheimila, vonina eftir að finna stað sem þeim liði vel á og svo vonbrigðin sem ávallt fylgdu í kjölfarið. „Sabrína, við ræðum þetta síðar. Viltu vera svo væn að setjast inn í bílinn,“ bað frú Grimm. „Ég vil ekki heyra eitt orð enn um álfa og púka og risa eða Jóa og baunagrasið eða Eggbert!“ sagði Sabrína ofsareið og Elvis ýlfraði. „Ég þekki muninn á ævintýri og raunveruleika!“ Hún hafði varla lokið síðasta orðinu þegar eitthvað féll niður úr himnum. Það var risavaxið og umkringdi bílinn og lyfti honum upp af jörðinni. Sabrína trúði ekki eigin augum en þarna var það, beint fyrir framan augun á henni. Það var hönd, risastór hönd. Augu hennar trilluðu upp handlegginn, hærra og hærra, þangað Elvis: Hundur frú Grimm Frú Grimm: Amma Sabrínu og Dagnýjar Úlfar: Aðstoðarmaður frú Grimm. Toni, Stebbi og Böddi: Hrottar sem reyndu að ráðast á systurnar og ömmu þeirra.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=