Töfraskinna

51 1. Í textanum koma fyrir nokkur orð sem þarfnast útskýringa. Finndu út hvað eftirfarandi orð þýða, til dæmis með hjálp orðabókar: • fjölkynngi • brúka • heiðinn • skarpleitur • drenglyndur • landvættur 2. Í daglegu tali koma tröll stundum fyrir í orðatiltækjum og líkingamáli. a) Finndu út hvað eftirfarandi orðatiltæki merkja og skrifaðu setningu þar sem þau koma fyrir: • að vera týndur og tröllum gefin/n • að vera trygg/ur sem tröll • að vera tröllvaxin/n • að vera tröll að gáfum • að reka upp tröllahlátur b) Reyndu að finna fleiri dæmi um tröll í máli okkar. 3. Skrifaðu þína eigin stuttu tröllasögu, þar sem tröllið á í samskiptum við mannfólk. Hafðu eftirfarandi í huga: a) Hvað heitir tröllið? b) Hvar á Íslandi býr tröllið? c) Þolir það dagsljós eða ekki? Er það nátttröll? d) Er það góðviljað eða illviljað? e) Hvað er það að bralla í sögunni? Hvers vegna er það í mannabyggðum? Staldraðu við …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=