Töfraskinna
49 Þá segir hún: „Aldrei hefur hann saur troðið, ári minn Kári, og korriró.“ Þá er sagt á glugganum: „Dagur er í austri, snör mín en snarpa, og dillidó.“ Þá segir hún: „Stattu og vertu að steini en engum þó að meini, ári minn Kári, og korriró.“ Hvarf þá vætturin af glugganum. En um morguninn þegar fólkið kom heim var kominn steinn mikill í bæjarsundið og stóð hann þar æ síðan. Sagði þá stúlkan frá því sem hún hafði heyrt (en ekkert sá hún, því hún leit aldrei við) og hafði það verið nátttröll sem á gluggann kom. 1. Af hverju kemur tröllið á gluggann? Hvaða erindi á það á bænum? Hvað heldur þú að það vilji? 2. Aðrir sem gættu bæjarins á jólanótt höfðu annaðhvort dáið eða misst vitið. Hvað ætli þeir hafi gert öðruvísi en stúlkan? Staldraðu við … Vissir þú að …? Segja mætti að sérstök tegund trölla hafi fjölgað sér síðustu ár og lifi meðal okkar. Það eru hin svokölluðu „nettröll“. Þessi tröll eru einstaklingar sem gera sér það að leik að blanda sér í umræður á netinu til þess eins að koma umræðunni eða fólki í uppnám.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=