Töfraskinna

47 Vissir þú að …? Þó að töfrar séu ekki til í alvörunni eru til allskyns skilgreiningar á þeim og þeirri list að stjórna hlutum með yfirnáttúrulegum aðferðum. Göldrum og töfrum er meðal annars lýst í gömlum sagnfræðiritum, þjóðsögum, goðsögum og fleiri heimildum. Galdraiðkun má finna í flestum menningarheimum og unnið hefur verið með hana á ýmsan hátt í bókmenntum og listum, til að mynda í furðusögum. Tegundir galdra og töfra eru margar og mismunandi: ব ব Seiður ব ব Töfralækningar ব ব Andasæring ব ব Svartigaldur ব ব Hvítigaldur ব ব Vúdú ব ব Rúnagaldur ব ব Gullgerð ব ব Umbreyting ব ব Álög ব ব Sjónhverfingar Rannsóknarverkefni: Veldu þér eina tegund af töfrum, annaðhvort hér af listanum eða annars staðar frá, og skrifaðu einnar blaðsíðu umfjöllun um þá. Hafðu eftirfarandi í huga: a) Ef auðveldara reynist að finna töfraheitið á ensku reyndu samt sem áður að finna það á íslensku og nota það. Ef það finnst ekki á íslensku máttu þýða það og búa til þitt eigið íslenska heiti. b) Hvernig eru töfrarnir sem þú valdir framkvæmdir? c) Til hvers eru þeir notaðir? d) Hafa þeir verið iðkaðir einhvers staðar í heiminum? e) Fannstu upplýsingar um þá í skáldskap eða öðrum miðli? Hvernig birtast töfrarnir þar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=