Töfraskinna
45 1. Tröllið sem þríeykið mætir er fjallatröll, ein tegund af nokkrum í heimi Harry Potter-bókanna. Hversu margar tegundir af tröllum ætli séu til í öðrum sögum? a) Leitaðu á bókasafninu og vefnum eftir eins mörgum mismunandi tröllum og þú getur. Þau mega vera úr þjóðsögum, goðsögum, fantasíubókum, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tölvuleikjum og öðrum miðlum. b) Gerðu lista yfir tröllin og taktu fram hvar þú fannst upplýsingar um þau. 2. Hermione leiðréttir mistök Rons með því að hreyta út úr sér „Þú segir þetta ekki rétt“. Eftir tímann kallar hann hana martröð og segir að það sé ekki skrítið að enginn þoli hana. Hún heyrir það og verður að vonum sár. a) Finnst ykkur viðbrögð hans í samræmi við hegðun hennar? b) Hermione veit margt um galdra og fleira sem kemur sér vel í heimi Harry Potter-bókanna. Mynduð þið vilja vita jafn mikið um eitthvað í okkar heimi? Hvað þá? c) Hefðuð þið leiðrétt Ron? Hvernig þá? 3. Teiknaðu tvær „ljósmyndir“ af eftirfarandi atriðum eða sviðsettu þau og taktu ljósmynd eða hreyfimynd (vídeó). a) Annars vegar mynd af því þegar Harry og Ron koma inn á klósettið og sjá tröllið og Hermione. Lestu lýsinguna í textanum vel og vandlega og athugaðu hvar Hermione stendur í herberginu og hvað tröllið er að gera og hvernig það lítur út. b) Hins vegar mynd af því sem prófessor McGonagall sér þegar hún kemur inn á klósettið og sér hvað hefur gerst. Staldraðu við …
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=