Töfraskinna

44 fimm stigum,“ sagði McGonagall prófessor. „Þú veldur mér miklum vonbrigðum. Ef þú ert alveg ómeidd ættirðu að flýta þér yfir í Gryffindorturn. Nemendur eru að ljúka veisluhöldunum í stofum sínum.“ Hermione hvarf á braut og McGonagall prófessor sneri sér að Harry og Ron. „Jæja, heppnin var með ykkur, en það hefðu nú ekki margir fyrsta árs nemar ráðið við fullvaxið fjallatröll. Hvor um sig vinnur sér inn fimm stig fyrir Gryffindor. Dumbledore prófessor verður látinn vita af því. Þið megið fara.“ Þeir flýttu sér út og mæltu ekki orð af vörum fyrr en tveimur hæðum ofar. Burtséð frá öllu öðru var mikill léttir að vera laus við óþefinn af tröllinu. „Við hefðum átt að fá meira en tíu stig,“ nöldraði Ron. „Þú meinar fimm. Hún tók fimm stig af Hermione.“ „Það var gott hjá henni að bjarga okkur út úr vandræðunum,“ viðurkenndi Ron. „En við björguðum henni nú líka.“ „Það hefði kannski ekki þurft að bjarga henni ef við hefðum ekki læst þetta fyrirbrigði inni hjá henni,“ minnti Harry hann á. Þeir voru komnir að málverkinu af feitu konunni. „Grísatrýni,“ sögðu þeir og fóru inn. Það var mannmargt og hávaðasamt í setustofunni. Allir voru að borða matinn sem hafði verið sendur upp nema Hermione sem stóð afsíðis við dyrnar og beið eftir þeim. Það varð mjög vandræðaleg þögn. Svo sögðu þau „takk“ hvert við annað í hálfum hljóðum án þess að skiptast á augnatilliti og flýttu sér að ná sér í diska. En upp frá þeirri stundu varð Hermione Granger vinur þeirra. Það er sumt sem ekki er hægt að upplifa í sameiningu án þess að það endi með vináttu og að ganga frá fjögurra metra fjallatrölli er eitt af því.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=