Töfraskinna
43 að vera ekki dauð. Af hverju eruð þið ekki í svefnsalnum ykkar?“ Snape horfði á Harry með hvössu, stingandi augnaráði. Harry leit niður. Hann var að vona að Ron léti töfrasprotann síga. Þá heyrðist mjóróma rödd úr horninu. „Þeir voru að leita að mér, McGonagall prófessor.“ „Hermione!“ Hermione hafði loks tekist að brölta á fætur. „Ég fór að leita að tröllinu — af því að ég — ég hélt að ég gæti ráðið við það ein — af því að ég er búin að lesa svo mikið um þau.“ Ron missti töfrasprotann sinn á gólfið. Var Hermione Granger að ljúga upp í opið geðið á kennaranum? „Ég væri dáin ef þeir hefðu ekki fundið mig. Harry stakk töfrasprotanum sínum upp í nefið á tröllinu og Ron rotaði það með kylfunni. Þeir höfðu ekki tíma til að sækja neinn. Tröllið var í þann veginn að kála mér þegar þeir komu.“ Harry og Ron reyndu að láta eins og þessi saga kæmi þeim á engan hátt á óvart. „Jæja, fyrst svo er … “ sagði McGonagall prófessor og starði á þau öll þrjú. „Hermione, kjáninn þinn, hvernig datt þér í hug að halda að þú gætir ráðið við tröll upp á eigin spýtur?“ Hermione laut höfði. Harry var orðlaus. Það var afar ólíkt Hermione að brjóta reglurnar en samt hafði hún gert það bara til að bjarga þeim út úr vandræðum. Það var álíka fjarstæðukennt og ef Snape hefði farið að deila sælgæti út til nemendanna. „Hermione — þín vegna tapar Gryffindorheimavistin
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=