Töfraskinna

42 Hermione hafði hnigið í gólfið skelfingu lostin. Ron dró fram töfrasprotann sinn þótt hann vissi ekki almennilega hvað hann ætti að gera við hann og hrópaði áður en hann vissi af fyrstu töfraorðin sem komu upp í huga hans: „Wingardium leviosa!“ Kylfan flaug skyndilega úr hendi tröllsins hátt upp í loftið, snerist svo hægt við og féll með óhugnalegu brothljóði á höfuð eiganda síns. Tröllið riðaði við og skall síðan beint á andlitið með braki og brestum svo herbergið lék á reiðiskjálfi . Harry stóð á fætur. Hann skalf á beinunum og náði varla andanum. Ron stóð enn með töfrasprotann á lofti og starði á afleiðingar gjörða sinna. Það var Hermione sem rauf þögnina. „Er það — dautt?“ „Ég held ekki,“ sagði Harry. „Ég held að það hafi bara rotast.“ Hann beygði sig niður og dró töfrasprotann sinn út úr nefi tröllsins. Hann var þakinn gráu, límkenndu slími. „Oj, tröllahor.“ Hann þurrkaði af sprotanum á buxum tröllsins. Skyndilega heyrðust hurðaskellir og fótatak og þau litu öll upp. Þau höfðu ekki gert sér grein fyrir hávaðanum sem þau höfðu valdið en auðvitað hafði einhver á neðri hæðinni orðið var við lætin og öskrin í tröllinu. Augnabliki síðar kom McGonagall prófessor þjótandi inn á stelpnaklósettið. Snape fylgdi fast á eftir og Quirrell rak lestina. Þegar Quirrell kom auga á tröllið stundi hann lágt og lét fallast á eitt klósettið með hönd á hjartastað. Snape beygði sig yfir tröllið. McGonagall prófessor horfði á Ron og Harry. Harry hafði aldrei séð hana svona reiða. Hún herpti saman varirnar svo þær hvítnuðu. Vonir Harrys um að vinna stig handa Gryffindor fyrir sigurinn á tröllinu gufuðu samstundis upp. „Hvað í ósköpunum voruð þið að hugsa?“ sagði McGonagall prófessor ískaldri röddu og horfði til skiptis á Ron og Harry. Harry leit á Ron sem stóð ennþá með töfrasprotann sinn á lofti. „Þið eruð heppin reiðiskjálfi: mikill hristingur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=