Töfraskinna

37 10. KAFLI [brot] Hrekkjavakan … „Gleymið nú ekki litlu úlnliðshreyfingunni sem við höfum verið að æfa!“ tísti í Flitwick þar sem hann stóð uppi á bókastafla eins og hann var vanur. „Smella og sveifla, munið þið, smella og sveifla. Og segja töfraorðin rétt. Það er líka mjög mikilvægt. Munið eftir galdramanninum Baruffio sem sagði ess í staðinn fyrir eff og lenti á gólfinu með flóðhest ofan á sér.“ Þetta var erfitt. Harry og Seamus smelltu og sveifluðu en fjöðrin sem þeir áttu að senda upp í loftið lá hreyfingarlaus á borðinu. Að lokum varð Seamus svo óþolinmóður að hann ýtti við henni með töfrasprotanum sínum svo hún stóð í ljósum logum. Harry varð að slökkva í henni með hattinum sínum. Ron sat við næsta borð og gekk ekki miklu betur. „Wingardium leviosa!“ hrópaði hann og sveiflaði löngum handleggjunum eins og mylluvængjum. „Þú segir þetta ekki rétt,“ heyrði Harry að Hermione hreytti út úr sér. „Það á að segja Wing-gar-dium levi-o-sa. Mundu að segja gar mjög rólega.“ „Gerðu það bara sjálf, fyrst þú ert svona klár,“ urraði Ron. Hermione bretti upp ermarnar á skikkjunni sinni, lét hvína í töfrasprotanum sínum og sagði: „Wingardium leviosa!“ Fjöðrin þeirra lyftist upp frá borðinu og sveif um nokkrum metrum fyrir ofan höfuð þeirra. „Frábært!“ hrópaði Flitwick prófessor og klappaði saman lófunum. „Sjáið þið — ungfrú Granger tókst það!“ Ron var í vondu skapi í lok tímans. „Það er ekkert skrítið að enginn skuli þola hana,“ sagði Ron um leið og þeir olnboguðu sig í gegnum þvöguna á ganginum. „Hún er algjör martröð.“ Einhver rakst utan í Harry í þrengslunum á ganginum. Það var

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=