Töfraskinna

36 Harry Potter og viskusteinninn – J. K. Rowling Bókaflokkurinn um galdrastrákinn Harry Potter, vini hans og æsispennandi ævintýri þeirra hefur heillað lesendur um allan heim. Í upphafi fyrstu bókarinnar, er Harry einmana foreldralaus strákur sem alist hefur upp hjá ömurlegum ættingjum sínum, Dudley-fjölskyldunni. Þau vanrækja Harry, láta hann sofa í skáp undir stiga og ganga í gömlum fötum. Enginn veit að Harry er einstakur strákur, allra síst hann sjálfur. Hann fær óvænta heimsókn á ellefu ára afmælinu sínu frá risanum Hagrid, sem boðar hann í nám í Hogwarts, skóla galdra og seiða. Harry kemst einnig að því að í heimi galdranna er hann álitinn hetja eftir að hafa — sem smábarn — lifað af árás hins illa Voldemorts og á sömu stundu grandað honum (sem seinna reynist þó ekki vera raunin). Auk hans eru Ron Weasley og Hermione Granger aðalpersónur bókanna. Fyrst um sinn eru þó Ron og Harry alls ekki vinir Hermione. Það breytist þó þegar fjögra metra hátt fjallatröll ryðst inn í skólann. Harry: Galdrastrákurinn sem við þekkjum flest. Ron: Besti vinur hans. Hermione: Besta vinkona hans. Seamus, Parvati Patil og Lavender: Nemendur í Hogwarts. Percy: Einn af eldri bræðrum Rons. Flitwick, Quirrell, Dumbledore, McGonagall og Snape: Prófessorar og kennarar við Hogwarts-skóla. Peeves: Ærsladraugur sem gengur aftur í Hogwartskastala. Blóðugi Baróninn: Draugur sem gengur aftur í Hogwartskastala. Stóri salurinn: Samkomusalurinn í Hogwartskastala. Hufflepuff og Gryffindor: Tvær af fjórum heimavistum skólans. Harry og félagar eru í Gryffindor. Málverkið af feitu konunni: Hún er dyravörður Gryffindorsturns.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=