Töfraskinna

33 1. Fyrri tankan heitir Hverfileiki. Hvað heldur þú að orðið merki? Ræddu við bekkjarfélaga, skoðið efni ljóðsins og reynið að finna út úr merkingu þess. Það er einnig hægt að fletta því upp í orðabók. Rökstyddu svarið. 2. Hvort heldur þú að það sé betra að upplifa gæfu í skamman tíma eða alls ekki? 3. Prófaðu að skrifa þínar eigin tönkur. Það gæti verið gott að gera nokkrar tilraunir til að ná tökum á forminu. Mundu að tanka hefur 5 ljóðlínur og skipting atkvæða er 5, 7, 5, 7, 7. Staldraðu við … Til manns sem kvartaði þegar gæfan brást Í djúpum dali þar sem sólin aldrei skín við glöðu vori, kæmist þú hjá þeirri raun að blómgast og falla fljótt. Fúkajabó, Kíóvara (908-930) Þýðing Helgi Hálfdánarson

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=