Töfraskinna

30 ekki hvimleið afleiðing lífsins. Þvert á móti. Það er dauðinn sem gerir lífið þess virði að lifa því. Maður kann aðeins að meta það sem maður getur misst. Skilurðu? Án dauðans verður lífið óspennandi og alveg tilgangslaust!“ Filip skildi ekki alveg það sem Mortimer sagði. En samt skildi hann þetta kannski. „Þetta er eins og það sem Lúsífer kenndi mér. Ef við höfum ekki það vonda, þá höfum við heldur ekki það góða. Þetta hangir allt saman. Og það sama gildir um lífið og dauðann?“ „Einmitt!“ Mortimer baðaði út handleggjunum. „Því án dauðans deyr lífsgleðin, drepin af lífinu sjálfu. Og það er ekki einu sinni það versta. Hvernig liti heimurinn út eftir bara 50 ár? Hugsaðu þér vesalings fólkið sem lendir í banvænum slysum en hjartað heldur áfram að slá. Fórnarlömb umferðarslysa, jarðskjálfta, bruna, flóða – skelfilegt, skelfilegt! Heimurinn fylltist af lifandi líkum sem þrá ekki annað en frið dauðans en gætu aldrei fengið óskina uppfyllta. Getið þið séð það fyrir ykkur?“ 1. Í Gullgerðarmanninum telur Nicolas Flamel líf sitt og ódauðleika mikils virði, hann getur ekki hugsað sér að deyja. Mortimer heldur því aftur á móti fram að dauðinn geri lífið þess virði að lifa því. Búið til leikþátt þar sem þessir heiðursmenn hittast og ræða málin. Þið getið bætt fleiri persónum við ef þið viljið, annaðhvort úr köflunum, eða persónum sem þið búið til sjálf. 2. Hvað finnst þér? Njótum við lífsins því við vitum að dauðinn kemur á endanum? Eða myndir þú kjósa eilíft líf, ef það væri mögulegt? Staldraðu við …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=