Töfraskinna

29 Ap., jún., sept., nóv. – jú, hann mundi þetta rétt. Það var alls ekki 31 dagur í apríl. Svo datt honum annað í hug. „Þú sagðir að teningnum hefði verið stolið fyrir hálfum mánuði,“ sagði hann, „en það er næstum hálft ár síðan það var apríl.“ „Já, hjá þér,“ svaraði Dauðinn. „En tíminn er öðruvísi hér.“ „Æ, já,“ sagði Filip, svolítið pirraður á sjálfum sér. Hafði hann ekki uppgötvað rétt í þessu að 31. apríl væri ekki til? Auðvitað var tíminn öðruvísi hérna niðri. Allt var öðruvísi hérna. „Það sem gerðist er ekkert minna en stórslys.“ Mortimer hækkaði röddina þar til hann var næstum farinn að kveina. Hann hristi höfuðið örvæntingarfullur og gekk um gólf í stofunni. „Á meðan ég hef ekki teninginn verða allir sem fæðast ódauðlegir. Afleiðingarnar eru hryllilegar! Ekki bara fyrir okkur Vídu heldur líka fyrir vesalings manneskjurnar sem hafa ekki lengur dauðann að hlakka til.“ „Dauðinn er nú ekki eitthvað sem maður hlakkar til,“ mótmælti Filip varlega. Mortimer stoppaði og starði á hann. „Jú víst,“ urraði hann. „Maður veit það bara ekki.“ „Nú skil ég ekki.“ „Og Lúsífer sagði að þú værir svo gáfaður drengur en hann er auðvitað faðir lyginnar.“ Dauðinn smellti í góm og stillti sér upp við gluggann. Hann horfði á náttmyrkrið leggjast hratt yfir grátt landið. „Það eru margar manneskjur sem myndu segja það sama og þú Filip; að dauðinn sé eitthvað hræðilegt, óhjákvæmileg kvöl sem maður myndi helst vilja vera án. „Og er það ekki þannig?“ „Nei!“ hrópaði Mortimer svo bæði Filip og Satína hrukku við. Gömlu augun skutu gneistum. Filip hafði ekki séð hann svona æstan áður. „Ég er stærsta skelfing mannkynsins, því enginn ótti er eins sterkur og óttinn við dauðann. En það ætti ekki að vera þannig! Fólk hefur ekki hugmynd um hvað ég geri fyrir það í raun og veru. Dauðinn er Lúsífer: Djöfullinn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=