Töfraskinna

28 Hræðilegur glæpur … „Það er búið að stela teningnum mínum.“ „Teningnum þínum?“ endurtók hann hissa og leit ósjálfrátt niður á bringu Mortimers þar sem hundraðhliðateningurinn átti að hanga í silfurkeðju. Annar af stóru teningunum tveimur. Teningur Dauðans. Sá sem deildi út æviárum mannanna. En þar var enga keðju að sjá. Engan tening. „Hvenær?“ „Fyrir rúmum tveimur vikum. Fyrst hélt ég að ég hefði týnt honum, að ég hefði lagt hann einhvers staðar frá mér. Ég var búinn að leita í öllu húsinu áður en ég uppgötvaði það.“ „Uppgötvaðir hvað?“ „Að aðaldyrnar voru ekki alveg lokaðar. Einhver hafði komið hingað inn og stolið teningnum á meðan ég svaf.“ „Hefurðu einhverja hugmynd um hver það getur verið?“ Mortimer hristi höfuðið. „Ekki nokkra. Ég veit samt að það er einhver sem þekkir mig og venjur mínar vel. Sjáið til, ég sef bara einu sinni á ári. Hinn 31. apríl, þegar vorið er byrjað fyrir alvöru, þegar Vída vinnur af fullum krafti og allt byrjar að spíra. Þá sef ég mínum djúpa svefni. Þú manst eftir Vídu, er það ekki Filip?“ Filip kinkaði kolli. Hann mundi vel eftir Vídu, tvíburasystur Mortimers. Filip hafði bara hitt hana einu sinni, þegar hann var hér síðast. Vída hafði fært hann aftur til lífsins. Hún var lífið. Hann skildi allt í einu hvað Mortimer hafði sagt og taldi á fingrunum: Teningur Mortimers – Kenneth Bøgh Andersen Teningurinn sem Mortimer, dauðinn sjálfur, ber um hálsinn er enginn venjulegur teningur. Hann hefur hundrað hliðar og með honum útdeilir Mortimer æviárum mannanna. Nú hefur teningnum verið stolið og allar manneskjur fæðast ódauðlegar. Mortimer biður Filip, prúða drenginn úr áttunda bekk, um hjálp.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=