Töfraskinna

27 1. Nicolas Flamel hefur lifað í mörg hundruð ár og sinnt ýmsu á lífsleiðinni. Ef þú lifðir jafn lengi, hvað myndirðu vilja fást við? 2. Veldu eitt af störfum Nicolasar sem þér finnst mest spennandi. Skrifaðu umsóknarbréf til Nicolasar þar sem þú lýsir áhuga á því að fá að starfa með honum í því starfi. Það þarf að koma fram af hverju þú heldur að þú getir tekið þetta að þér og af hverju þér finnst starfið áhugavert. 3. Hvaða mátt hafði bókin sem rætt er um í textanum? 4. Hvað hefur Nicolas langan tíma til að finna bókina áður en hann og konan hans deyja? Staldraðu við … Vissir þú að …? Gullgerð eða alkemismi á öldum áður var sú list að kanna efni heimsins og fólst meðal annars í því að reyna að breyta efnum í gull. Einnig reyndu gullgerðarmenn að skapa lífselexír, drykk sem gæfi eilíft líf, rétt eins og Nicolas Flamel í Gullgerðarmanninum hefur tekist. Frakkinn Nicolas Flamel var til í alvöru og var þekktasti gullgerðarmaður Evrópu á 14. öld. Hann fæddist árið 1330 og ekki er fullvíst að hann hafi dáið. Sagan segir að hann og konan hans hafi fundið viskusteininn fræga, yngt sig og lifi enn einhvers staðar í Asíu. Hvað heldur þú?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=