Töfraskinna

26 Gullgerðarmaðurinn – Michael Scott Gullgerðarmaðurinn er fyrsta bókin af sex í bókaflokknum Leyndardómurinn umhinn ódauðlegaNicolas Flamel. Sagan fjallar umævintýri gullgerðarmanns og tvíburasystkinanna Josh og Sophie, sem flækjast óvænt inn í mikla og spennandi atburðarás. Hér er upphaf sögunnar. Ég er goðsögn. Dauðinn getur ekki heimt mig til sín, sjúkdómar geta ekki skaðað mig. Þeir sem sjá mig eiga erfitt með að segja til um aldur minn en samt fæddist ég á því herrans ári 1330, fyrir meira en 670 árum. Ég hef mörgu sinnt á lífsleiðinni: verið læknir og kokkur, bóksali og hermaður, kennt tungumál og efnafræði, verið hvort tveggja lögreglumaður og þjófur. En áður en ég var þetta allt saman var ég gullgerðarmaður. Ég var gullgerðarmaðurinn. Ég var víðfrægur sem mesti gullgerðarmaður allra tíma, eftirsóttur af konungum og furstum, af keisurum og meira að segja páfanum sjálfum. Ég gat breytt hvaða málmi sem var í gull, ég gat breytt grjóti í dýra steina. En það sem mest var um vert: Ég uppgötvaði leyndardóma eilífs lífs í bók um forna töfra. Nú hefur Perenelle, konu minni, verið rænt og bókinni stolið. Án bókarinnar eldumst við hjónin. Áður en máninn verður fullur á ný hrörnum við og deyjum. Og fari svo hefur hið illa, sem við höfum svo lengi barist gegn, unnið sigur. Fornarnir ráða þá jörðinni á ný og þeir þurrka mannkynið út. En ég gefst ekki upp bardagalaust. Því að ég er hinn ódauðlegi Nicolas Flamel. Úr Dagbók Nicolasar Flamels gullgerðarmanns. Skrifað þennan dag, fimmtudaginn 31. maí, í San Francisco, borginni minni Hvað á Nicolas Flamel við þegar hann segir að hann sé goðsögn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=