Töfraskinna

25 þau aðeins tíma til þess að gjóa augum á skýjafar himinsins rétt áður en fúinn og trjáormarnir gera sig heimakomna í bolum þeirra. Þetta er allt spurning um afstæði . Því hraðar sem lifað er þeim mun meira virðist togna á tímanum. Nálfum dugar eitt ár jafnvel og mönnum tíu ár. Mundu það. En hafðu engar áhyggjur af því. Þeir velta því ekkert fyrir sér. Þeir hafa ekki einu sinni hugmynd um það. 1. Reynið að finna eins mörg orð tengd tíma og þið getið. Veljið einn eða fleiri ritara til að skrifa niður og berið niðurstöður ykkar saman við hina hópana. Þið getið notað orðabækur og önnur hjálpartæki. Ef til vill getið þið sameinað listana og búið til einn lista fyrir bekkinn. 2. Er eitt ár langt eða stutt? Haldið þið að fullorðnir svari þessari spurningu öðruvísi en krakkar? Er kannski ekki hægt að svara henni? Staldraðu við … Vissir þú að …? Dægurflugur fá nafn sitt af því að fullorðnar flugur lifa flestar í innan við einn sólarhring, rétt nógu lengi til að makast og verpa. Hér á landi finnst aðeins ein tegund dægurflugna og kallast hún einfaldlega dægurfluga en hefur einnig verið nefnd fisdægra. Talið er að elstu tré jarðar séu broddfurur. Þær vaxa hátt yfir sjávarmáli frá Kaliforníu til Colorado. Vitað er um tré sem eru um það bil 4.800 ára gömul, til dæmis tré sem er nefnt Methuselah, væntanlega eftir Metúsalem, afa Nóa í Gamla testamentinu. Það vex í Hvítu fjöllum (White Mountains) í Kaliforníu. afstæði: sýn á hluti er mismunandi eftir því við hvað er miðað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=