Töfraskinna

24 Flóttinn – Terry Pratchett Nálfar eru agnarsmáar álfaverur sem lifa á jörðinni en geimskip þeirra brotlenti hérna fyrir fimmtán þúsund árum. Nálfurinn Magni man þegar ættbálkur hans taldi meira en 40. En svo kom hraðbrautin, refir og haukar og hvert rigningasumarið á fætur öðru. Nú eru þau aðeins tíu eftir, átta þeirra fjörgömul, næstum tíu ára. Magni neyðist til að grípa til örþrifaráða og finna aðra nálfa. Flóttinn er fyrsta bókin af þremur um ævintýri nálfanna. Hér er upphafið. UM NÁLFA OG TÍMANN Nálfar eru smáir. Yfirleitt eru smáar lífverur fremur skammlífar. En ef til vill lifa þær hratt. Ég skal útskýra þetta nánar. Ein skammæjasta lífveran á reikistjörnunni Jörð er hin algenga dægurfluga. Hún lifir aðeins einn einasta dag. Elstu lífverur í heimi eru hins vegar broddfurur, þær elstu eru 4.700 ára gamlar og lifa enn. Dægurflugum gæti virst þetta fremur ósanngjarnt. En það sem skiptir máli er þrátt fyrir allt ekki hversu lengi maður lifir, heldur hversu langt lífið virðist. Í augum dægurflugunnar getur ein klukkustund verið á við heila öld. Ef til vill sitja einhvers staðar gamlar dægurflugur kvartandi og kveinandi yfir því að mínútan sem nú er að líða sé hreint ekkert á við mínúturnar áður fyrr þegar þær voru ungar, þá skein sólin svo miklu skærar og lirfurnar báru enn virðingu fyrir eldri kynslóðinni. Tré eru á hinn bóginn ekki þekkt fyrir viðbragðsflýti. Ef til vill hafa Hvenær virðist tíminn líða hratt? En hægt? nálfar: (hér) 10 cm háar mannlegar verur sem lifa í felum meðal mannanna. skammær: sem deyr snemma

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=