Töfraskinna

23 Vissir þú að …? Þegar Mjöll kallar Áróru „yðar hátign“ þá er hún að þéra prinsessuna. Það kallast þérun þegar persónufornöfnin „vér“ og „þér“ eru notuð. Í fornu máli voru „við“ og „þið“ einungis notuð um tvo einstaklinga, það kallast tvítala. Um fleiri en tvo voru notuð fornöfnin „vér“ og „þér“. Þegar tvítalan (við, þið) tók við hlutverki fleirtölu varð gamla fleirtölumyndin að hátíðlegu máli, þéringum. Til dæmis „Faðir vor“, „vér Íslendingar“ og „má bjóða yður kaffi?“ Vér og þér beygjast svona: vér, um oss, frá oss, til vor þér, um yður, frá yður, til yðar. Prófið að búa til 2–3 spurningar þar sem þið þérið hvort annað og reynið einnig að svara með þérun. Til dæmis: Viljið þér smakka appelsínubita hjá mér? Já, þakka yður fyrir. Í Persíu (sem heitir nú Íran) voru skór með hælum hluti af klæðnaði hermanna. Þegar persneskir hermenn börðust á hestbaki auðvelduðu hælarnir þeim að standa stöðugir í ístöðunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=