Töfraskinna

22 1. Takið saman upplýsingar í textanum sem lýsa aðstæðum borgarbúa. Ræðið saman og ritari hópsins skráir. 2. Berið niðurstöður ykkar saman við þær aðstæður sem Íslendingar búa almennt við. Hvað er líkt? Hvað er ólíkt? Berið niðurstöður ykkar saman við niðurstöður hinna hópanna. 3. Reynið að sjá fyrir ykkur dag í lífi vel stæðra borgarbúa í heimi sögunnar. Veljið ykkur karl, konu eða barn. a) Hvernig líður dagurinn? Búið til dagskrá fyrir einn dag. b) Þegar dagskráin er tilbúin skuluð þið búa til vinnuáætlun fyrir þjónustufólkið sem sér um að dagskráin gangi snurðulaust. 4. Mjöll talar um frúna sem fylgir tískunni og drottninguna sem er tískufyrirmynd. a) Hvað er tíska í ykkar augum? b) Er tíska eitthvað sem tengist aðeins konum og stúlkum? 5. Finnið 5 orð í textanum sem ykkur fannst erfitt að skilja og skrifið þau niður. Vinnið saman í hópum eða á töflu með kennara og sameinið orðalistann. Hjálpist að og finnið merkingu orðanna annaðhvort með því að fletta þeim upp eða ræða saman um þau. Staldraðu við …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=