Töfraskinna

18 skjánum okkar og í myndablöðunum … En hvers vegna fórstu? Og hvers vegna komstu? Áróra sest aftur á stólinn og býr sig undir að segja sögu sína en þá gellur við hávær hringing. — Oooo … það er verið að kalla á mig, stynur stúlkan. — Ég verð að hjálpa frúnni að klæða sig fyrir veisluna í kvöld. Það verða tilkynnt úrslitin í keppninni um fallegasta hvíta brönugrasið og svo verður matarveisla og ball á eftir … en þá höfum við líka góðan tíma til að tala saman, hún kemur örugglega mjög seint heim. Hvíldu þig á meðan, svo kem ég með mat handa þér — nei, ég meina, handa yðar hátign … Áróra skellir upp úr. — Ekkert yðar hátign! Ég heiti bara Áróra! Og ég verð mjög glöð ef þú kemur með bita handa mér, ég er svo svöng! Má ég leggja mig aðeins í rúmið þitt? — Auðvitað! Stúlkan sendir henni geislandi bros um leið og hún lagar á sér svuntuna og býr sig til að svara bjölluhringingunni. Svo snýr hún sér við í dyrunum og hvíslar: — Ég heiti annars Mjöll! Það hét ég allavega heima í þorpinu mínu, hérna er ég aldrei kölluð annað en þerna eða bara þú þarna! Þerna: þjónustustúlka

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=