Töfraskinna

17 Gegnum glervegginn – Ragnheiður Gestsdóttir Óréttlæti, harðstjórn, misskipting auðs og uppreisn þeirra sembúa við kúgun og sára fátækt eru algeng þemu furðusagna. Í bók Ragnheiðar Gestsdóttur, Gegnumglervegginn , lifaborgarbúar í vellystinguminnan rammgerðramúra á meðan allir aðrir líða skort. Áróra prinsessa hefur alist upp alein, innilokuð í glerhvolfi alla sína ævi, en nú er hún sloppin út og komin til borgarinnar. 10. kafli Borgin (brot) — Hver ertu og hvers vegna í ósköpunum ertu komin hingað? Áróra ræskir sig og horfir andartak niður á bera fætur sína sem eru blóðrisa eftir klifrið. Svo stendur hún upp, leysir klútinn af höfðinu og hristir höfuðið, svo síðar gullnar flétturnar hrynja niður á axlir og bak. Kannski er bara best að láta stúlkuna sjálfa komast að því hvað er á seyði. — Neeeiiii … Stúlkan stendur upp og hörfar ósjálfrátt aftur á bak í átt að dyrunum. — Nei! Þú mátt ekki segja neinum, ekki kalla á verðina … stynur Áróra upp og réttir hendurnar fram biðjandi. Stúlkan áttar sig og hristir höfuðið. — Nei, auðvitað ekki. Ég skal ekki kalla á neinn. Þeir myndu líka örugglega taka mig … nei, ég segi auðvitað ekkert. En ég skil ekki … ertu hún? Ertu í alvöru Áróra prinsessa? Hvað ertu að gera hér? Og svona til fara, í lörfum eins og fátæk sveitastelpa! Ég hélt að þú værir óhult í glerhvolfinu þínu! — Já, ég er Áróra. En ég fór úr Hvolfinu fyrir mörgum dögum. Vissirðu það ekki? Ég hélt að allir væru að leita að mér! Það voru verðir úti um allt og ég held að þeir hafi meira að segja kveikt í húsum í þorpinu þar sem við vorum. — Ég hef ekkert heyrt um að þú værir horfin. Þau þegja örugglega yfir því hérna í Borginni svo fólk verði ekki hrætt og áhyggjufullt. Þú ert í svo miklu uppáhaldi hérna, það birtast oft af þér myndir á blóðrisa: rispaður, skrámaður Hvolf: hvelfing, (hér) glerhjúpur sem afmarkar ákveðið svæði og lokar því alveg

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=