Töfraskinna

16 Furðusögur Hugtakið furðusaga var áður notað yfir ævintýri en hefur nú fengið víðtækari merkingu sem samheiti m.a. yfir fantasíur, vísindaskáldsögur og hrollvekjur. Í 4. kafla Töfraskinnu er vísindaskáldskapur áberandi. Í þessum kafla og í þeim næsta flokkast margar af sögunum undir fantasíur. Fantasíur eru sögur þar sem má finna yfirnáttúruleg öfl og hið ómögulega verður mögulegt. Fantasíum má skipta í tvo meginflokka: háfantasíur og lágfantasíur. Háfantasíur fjalla gjarnan um hetjur í tilbúnum heimi þar sem ævintýri, svaðilfarir, undur og stórmerki eiga sér stað. Álfar og kynjaverur eru áberandi og einnig barátta góðs og ills. Dæmi um þetta er Hringadróttinssaga eftir J.J.R.Tolkien. Lágfantasíur standa okkur nærri og endurspegla stundum samtímann. Þær gerast í raunveruleika eða hliðarheimi, með áherslu á baráttu og valdatafl frekar en undur og töfra. Dæmi um þetta er Harry Potter eftir J.K.Rowling. Hvaða furðusögur hefur þú lesið?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=