Töfraskinna

15 1. Öldungurinn Jako talar aðeins í spakmælum. Finnið öll spakmælin hans í kaflanum og reynið að útskýra hvað þau merkja. Berið svörin ykkar saman við svör hinna hópanna. Athugið að það er ekki endilega eitt rétt svar, það getur vel verið hægt að leggja mismunandi skilning í spakmæli. 2. Veltið fyrir ykkur eftirfarandi spurningum: a) Er hægt að sigra tímann? En heiminn? b) Er það eftirsóknarvert? Hvers vegna/hvers vegna ekki? c) Ef þú gætir stjórnað tímanum, hvað myndirðu vilja gera? Hvaða tíma myndirðu spara? 3. Veldu eitt verkefni: a) Þú ert aðalritari hirðarinnar. Skrifaðu tilkynningu til þegna Pangeu þar sem væntanleg heimkoma konungsins er kynnt. b) Þú vinnur í konungshöllinni. Hannaðu og skrifaðu boðskort í veisluna þar sem heimkomu konungsins er fagnað. c) Þú ert yfirkokkur hallarinnar. Hannaðu og skrifaðu matseðil veislunnar. Mundu eftir meðlæti með réttunum og öllu tilheyrandi. 4. Konungurinn er ekki viss um hvort hann sé kónguló eða fluga, föst í neti tímans. Hvort finnst þér lýsa aðstæðum hans betur og hvers vegna? Skrifaðu stuttan texta. Ef þú vilt getur þú látið skýringamynd fylgja með. 5. Konungurinn á svo mikið að hann mun aldrei geta notið þess alls. Ræðið hvað þið mynduð gera ef þið væruð jafn efnuð og konungurinn. Hvað mynduð þið gera við allan auðinn? 6. „Allt hverfur, allt deyr, allt er til einskis,“ segir gömul kona við konunginn þegar hann er búinn að sigra allan heiminn. Hvað heldur þú að hún eigi við? Finnst þér hún hafa rétt fyrir sér? Staldraðu við …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=