Töfraskinna

14 veraldar myndi eldast, hrörna, deyja og gleymast, þótti honum verst. Hún myndi hverfa í gráðugt gin tímans eins og móðir hennar og allir sem prýddu málverkin í höllinni. Hann rétt skrapp að heiman til að sigra heiminn en þegar hann kom aftur höfðu tólf ár liðið. Skyndilega var eins og Dímon rankaði við sér. Hann lét kalla til sín alla æðstu yfirmenn ríkisins og baðaði út höndunum á meðan hann gaf frá sér eftirfarandi tilskipun: – Hver sá sem finnur leið til að varðveita æsku og fegurð prinsessunnar og gerir mér kleift að sigra tímann, minn skæðasta óvin, hlýtur að launum hálft konungsríkið! Ráðfinnur fölnaði og randaflugurnar mynduðu upphrópunarmerki yfir höfði hans. Hann spurði eins og ráðgjafa er von og vísa: – Er nauðsynlegt að gefa frá sér hálft konungsríkið? Ráðfinnur lét ekki á því bera að skynsemi hans öskraði: – HIMNARNIR HJÁLPI MÉR! KONUNGURINN ER GENGINN AF GÖFLUNUM! En konungur spurði á móti í hreinni einlægni. – Hvers virði er mér hálft ríkið ef ég hef engan tíma til að njóta þess. Hann benti á konu sem skrúbbaði gólfið skammt frá. – Já, ef ég lifi ekki lengur en auvirðileg gólftuska! En konungur vissi ekki að þetta var gáfuð kona og margfróð. Hún hristi hausinn og skrifaði með tuskunni á gólfið: – Gættu að óskum þínum! Konungur fraus í sporunum. Hann stirðnaði upp og þrumaði: – Hvað sagðir þú? Konan leit upp og svaraði engu. Augu hennar voru alhvít eins og strútsegg. – Þú stýrir ekki örlögum þínum, heldur ég! Fyrir ljónin! Konungur strunsaði áfram en Ráðfinnur stóð vandræðalegur hjá. Hann sá ekki betur en að konungur væri að tala við sjálfan sig. Hann sá enga konu. auvirðilegur: lítilmótlegur, smánarlegur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=