Töfraskinna
13 og ryð myndu að lokum granda þessu öllu? Ef allt yrði tímanum að bráð? Hann leit á landakortið sem sýndi hvernig ríkið þandi sig nú að ystu mörkum veraldar. Hann hugsaði um alla staðina, öll undrin, allan matinn og lystisemdirnar, allar hallirnar sem hann átti en myndi aldrei stíga fæti í. – Hvað á ég margar hallir? spurði hann Exel. – 9.822, sagði Exel. – Hvað tekur langan tíma að sofa eina nótt í þeim öllum? – 246 ár með ferðalögum, sagði Exel. – Hvað á ég mikið af víni? spurði hann. – 746.425 lítra af eðalvíni, konungur. – Hvað er ég lengi að drekka það? – 409 ár ef þú drekkur fimm flöskur á dag. – Get ég stýrt ríkinu ef ég drekk fimm flöskur á dag? – Þú gætir ekki gengið, konungur, sagði Exel. – Hvað á ég marga gæðinga? spurði konungur. – 54.983, sagði Exel. Honum myndi aldrei endast ævin til að njóta þeirra heldur. Dímon varð reiður og þrumaði: – Það er ÉG sem stýri ríkinu! Ég náða menn og dæmi til dauða, ég sigra orrustur, ég get steypt guðum og látið fólk tilbiðja mig í þeirra stað en samt er mér úthlutaður sami tími og aumasta þræl! Betlari getur orðið hundrað ára en ég gæti þess vegna hrokkið upp af á morgun. Til hvers að sigra heiminn ef heimurinn rænir síðan tíma mínum? Exel, þú sem getur breytt lofti í gull, þú hlýtur að kunna ráð við grimmd tímans. Exel sló eitthvað inn á vélina sína, hristi höfuðið og sagði þurrlega: – Þetta er því miður bláköld staðreynd, konungur. Þú munt eldast og deyja og gleymast að lokum. Eins og allt í heiminum. Því miður. Ofan úr turni sínum horfði konungur á Hrafntinnu hlaupa á eftir dádýrunum, þeim Mána og Tindi. Tilhugsunin um að mesta gersemi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=