Töfraskinna

12 hann náði yfirleitt ekki að segja góða nótt heldur. Hann var ekki viss hvort hann var kónguló eða fluga föst í neti tímans. – Get ég farið með Hrafntinnu í lundinn í sumar? spurði hann Exel. – Því miður ertu fullbókaður í þrjú ár og fimm mánuði fram í tímann. – Er ekki stundum betra að stjórna meira með því að stjórna minna? spurði konungur vongóður. – Stjórnlaust mun ríkið liðast í sundur, sagði Exel. Þegar konungur fékk loksins næturhvíld leit hann inn til Hrafntinnu og sá stúlkuna sína sofa værum svefni. Hún var orðin svo stór að tærnar stungust undan sænginni. Hann lagðist í rúmið sitt og lá andvaka. Um leið og hann lokaði augunum ómuðu orð konunnar á ísbreiðunni í höfði hans: Það sigrar enginn heiminn sem ekki getur sigrað tímann. Öll þessi ár, allir þessir sigrar voru í raun til einskis á meðan tíminn lék lausum hala. Það var eins og orðin hefðu verið húðflúruð á sál hans með náhvalstönninni. Tíminn tortímir þér að lokum. Augnablikið þegar hún snart hann með sprota sínum hvarf ekki úr minni hans og kuldinn vék ekki úr brjóstinu. Eins og lag sem límist á heilann hljómuðu orðin Allt hverfur, allt deyr, allt er til einskis í holu brjósti hans. Honum fannst krákurnar öskra: – ARG ARRG AALLT HVERFUR! ARRG ARG AALLT ER TIL EINSKIS! ARG ARRG AALLT DEYR! Stöðugt tif í höfði hans var að gera hann sturlaðan. Tikk tikk tikk tikk. Eins og vekjaraklukka eða dropar að detta. Það var sama hvert hann horfði. Honum fannst allur heimurinn storka sér. Fjöllin gnæfðu yfir honum milljón ára gömul. Öldurnar hlógu að honum og gusuðust eins og þær myndu gusast til eilífðar. Stjörnurnar tindruðu og tóku ekkert tillit til hans. Hann var bara lítið kusk sem myndi brátt fjúka burt. Konungur lötraði þreyttur inn á skrifstofu. Hann leit yfir skjalabunkann og málverkin af sér og prinsessunni fögru. Hann horfði á skartið, vopnin og klæðin. Til hvers var þetta allt ef mölur storka: mana, ögra Hvernig lítur náhvalstönn út?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=